Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2025 10:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og ráðherrar og embættismenn á blaðamannafundi á dögunum. AP/Andrea Rosa Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Í heildina segja rannsakendur að rannsóknin snúist um hundrað milljónir dala sem hafi veri þvættaðir. Orkukerfi Úkraínu hefur orðið fyrir gífurlega umfangsmiklum árásum á undanförnum vikum og Úkraínumenn standa frammi fyrir ítrekuðu og langvarandi rafmagnsleysi á köldustu mánuðum ársins. Rannsóknin ber nafnið „Midas“ og beinist hún meðal annars að aðilum sem sagðir eru nánir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, og flokki hans. Hún er sögð beinast að embættismönnum, fyrrverandi og núverandi, þekktum viðskiptajöfri, fyrrverandi ráðgjafa orkumálaráðherra Úkraínu og fleirum. Þeirra á meðal er Timur Mindich, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu. Hann er fyrrverandi viðskiptafélagi Vólódómírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hann er sagður hafa flúið land skömmu áður en húsleit var gerð hjá honum í gær og eru saksóknarar nú að rannsaka hvort upplýsingum um húsleitina og rannsóknina hafi verið lekið til hans. Reyndu að koma böndum á rannsakendur Rannsóknin ku vera framkvæmd með aðstoð annarrar andspillingarstofnunar sem kallast SAPO. Bæði NABU og SAPO voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna árið 2014 og er þeim ætlað að rannsaka spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Sjá einnig: Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Það var eftir að fregnir höfðu borist af því að ráðamenn í Evrópu hefðu tilkynnt Selenskí að lögin gætu komið niður á fjárhagsaðstoð handa Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters hafa útsendarar NABU og SAPO rannsakað málið í fimmtán mánuði. Búið er að gera húsleit á um sjötíu stöðum og safna um þúsund klukkustundum af hljóðupptökum. Flúði land rétt fyrir húsleit og handtöku Timur Mindich er náinn bandamaður Selenskís og er hann sagður með angana víðsvegar um úkraínskt viðskiptalíf. Samkvæmt Kyiv Independent hafa rannsóknarblaðamenn komist á snoðir um það að áhrif hans og auðæfi hafi aukist til muna á undanförnum árum. Hann er í grunninn kvikmyndaframleiðandi og var í viðskiptum með auðjöfrinum Ihor Kolomoisky. Sá var mjög umsvifamikill í úkraínsku viðskiptalífi og kom á sínum tíma að stofnun bankans PrivatBank þar í landi. Árið 2016 var bankinn þó þjóðnýttur í kjölfar rannsóknar sem varpaði ljósi á umfangsmikla spillingu innan veggja hans. Kolomoisky var á árum áður náinn bandamaður Selenskís. Úkraínski miðillinn Pravda vísar til fregna af því að Alríkislögregla Bandaríkjanna hafi verið að rannsaka Mindich að undanförnu. Radio Svoboda hefur eftir þingmanni að Mindich hafi verið í Kænugarði á sunnudagskvöld en að hann hafi farið þaðan í flýti og mögulega með þyrlu. Útlit sé fyrir að hann hafi verið varaður við því að til stæði að handtaka hann og framkvæma húsleit í eignum hans. Sagði baráttuna nauðsynlega Í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gær sagði Selenskí að embættismenn þyrftu að starfa með rannsakendum NABU og SAPO. Barátta gegn spillingu væri nauðsynleg og refsa þyrfti þeim sem væru spilltir. Forsetinn sagði að staða orkufyrirtækisins opinbera, Energoatom, væri einkar mikilvæg. Þrjú kjarnorkuver fyrirtækisins sæju Úkraínumönnum fyrir meirihluta raforku þeirra. Því væri gífurlega mikilvægt að tryggja heillindi þess. Ukraine is currently applying its long-range sanctions against Russia virtually on a daily basis. And we have clear results in the form of reduced Russian capabilities every day. Russia must keep losing, and this is actually a peacemaking tactic. We are preparing agreements… pic.twitter.com/id4aULCqpl— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 10, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í heildina segja rannsakendur að rannsóknin snúist um hundrað milljónir dala sem hafi veri þvættaðir. Orkukerfi Úkraínu hefur orðið fyrir gífurlega umfangsmiklum árásum á undanförnum vikum og Úkraínumenn standa frammi fyrir ítrekuðu og langvarandi rafmagnsleysi á köldustu mánuðum ársins. Rannsóknin ber nafnið „Midas“ og beinist hún meðal annars að aðilum sem sagðir eru nánir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, og flokki hans. Hún er sögð beinast að embættismönnum, fyrrverandi og núverandi, þekktum viðskiptajöfri, fyrrverandi ráðgjafa orkumálaráðherra Úkraínu og fleirum. Þeirra á meðal er Timur Mindich, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu. Hann er fyrrverandi viðskiptafélagi Vólódómírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hann er sagður hafa flúið land skömmu áður en húsleit var gerð hjá honum í gær og eru saksóknarar nú að rannsaka hvort upplýsingum um húsleitina og rannsóknina hafi verið lekið til hans. Reyndu að koma böndum á rannsakendur Rannsóknin ku vera framkvæmd með aðstoð annarrar andspillingarstofnunar sem kallast SAPO. Bæði NABU og SAPO voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna árið 2014 og er þeim ætlað að rannsaka spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Sjá einnig: Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Það var eftir að fregnir höfðu borist af því að ráðamenn í Evrópu hefðu tilkynnt Selenskí að lögin gætu komið niður á fjárhagsaðstoð handa Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters hafa útsendarar NABU og SAPO rannsakað málið í fimmtán mánuði. Búið er að gera húsleit á um sjötíu stöðum og safna um þúsund klukkustundum af hljóðupptökum. Flúði land rétt fyrir húsleit og handtöku Timur Mindich er náinn bandamaður Selenskís og er hann sagður með angana víðsvegar um úkraínskt viðskiptalíf. Samkvæmt Kyiv Independent hafa rannsóknarblaðamenn komist á snoðir um það að áhrif hans og auðæfi hafi aukist til muna á undanförnum árum. Hann er í grunninn kvikmyndaframleiðandi og var í viðskiptum með auðjöfrinum Ihor Kolomoisky. Sá var mjög umsvifamikill í úkraínsku viðskiptalífi og kom á sínum tíma að stofnun bankans PrivatBank þar í landi. Árið 2016 var bankinn þó þjóðnýttur í kjölfar rannsóknar sem varpaði ljósi á umfangsmikla spillingu innan veggja hans. Kolomoisky var á árum áður náinn bandamaður Selenskís. Úkraínski miðillinn Pravda vísar til fregna af því að Alríkislögregla Bandaríkjanna hafi verið að rannsaka Mindich að undanförnu. Radio Svoboda hefur eftir þingmanni að Mindich hafi verið í Kænugarði á sunnudagskvöld en að hann hafi farið þaðan í flýti og mögulega með þyrlu. Útlit sé fyrir að hann hafi verið varaður við því að til stæði að handtaka hann og framkvæma húsleit í eignum hans. Sagði baráttuna nauðsynlega Í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gær sagði Selenskí að embættismenn þyrftu að starfa með rannsakendum NABU og SAPO. Barátta gegn spillingu væri nauðsynleg og refsa þyrfti þeim sem væru spilltir. Forsetinn sagði að staða orkufyrirtækisins opinbera, Energoatom, væri einkar mikilvæg. Þrjú kjarnorkuver fyrirtækisins sæju Úkraínumönnum fyrir meirihluta raforku þeirra. Því væri gífurlega mikilvægt að tryggja heillindi þess. Ukraine is currently applying its long-range sanctions against Russia virtually on a daily basis. And we have clear results in the form of reduced Russian capabilities every day. Russia must keep losing, and this is actually a peacemaking tactic. We are preparing agreements… pic.twitter.com/id4aULCqpl— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 10, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira