Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. nóvember 2025 22:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær. Hún hefur ekki gefið kost á viðtali eftir það. Vísir/Egill Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00