„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Langt og strangt bataferli liggur fyrir Eygló sem fagnar því þó að niðurstaða fékkst í það sem var að hrjá hana. Vísir/Sigurjón Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli
Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira