Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:31 Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, bregst hér við eftir að jöfnunarmark hans á móti Manchester City var dæmt af í gær. Getty/Carl Recine/ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira
Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira