Innlent

Ís­lands­banki ríður á vaðið og svipast um í Hegningar­húsinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. 

Fjallað verður um stöðuna á fasteignamarkaði í fréttatímanum og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, mætir í myndver og útskýrir nýja lánaframboðið.

Ofurfellibylur ríður yfir Filippseyjar, sem eru enn í lamasessi eftir að fellibylur reið yfir í vikunni. Í fréttatímanum verður rætt við Harald Ólafsson veðurfræðing um veðuröfgarnar á Íslandi. Mikil hlýindi hafa verið um helgina en von er á kuldaskoti.

Við skyggnumst inn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Uppbygging hússins hefur staðið í fimm ár en þar er meðal annars verið að byggja veitingaskála í fangelsisgarðinum. 

Mikil spenna ríkti fyrir stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Englandsmeistarar síðustu tveggja ára mættust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×