Innlent

Út­kall á mesta for­gangi vegna kajakræðara í vanda

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er tekin á vettvangi. 
Myndin er tekin á vettvangi.  Landsbjörg

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út á mesta forgangi á fjórða tímanum í dag vegna kajakræðara sem var í vandræðum innst í Miðfirði. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að tveir ræðarar hafi verið hvor á sínum bátnum og annar þeirra fallið af sínum kajak og átt í erfiðleikum með að komast aftur um borð.

„Svo vel vildi til að þyrla frá Landhelgisgæslunni var á leið vestur á firði og var stödd rétt norður af Snæfellsnesi þegar óhappið varð og var þegar beint að vettvangi,“ segir í tilkynningu.

Klukkan fjögur hafi þyrlan híft þann sem fallið hafði útbyrðis upp og flutt í land. Ræðarinn hafi verið orðinn nokkuð þrekaður þegar honum var komið um borð í þyrluna en að öðru leyti ekki orðið meint af.

Aðgerðum hafi lokið um fjörutíu mínútum eftir að útkallið barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×