Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2025 16:30 Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að veita viðtal vegna málsins eftir helgi. Vísir/Anton Brink Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna bankasvikum. Forstjóri Reiknistofu bankanna segist feginn að ekki hafi farið verr. Vika er nú liðin síðan Reiknistofa bankanna viðurkenndi að við uppfærslu á kerfum hefði skapast tímabundinn veikleiki hjá bönkunum sem talið er að minnsta kosti sjö karlmenn hafi nýtt sér. En hvernig virkaði gallinn? Einstaklingur með hundrað þúsund krónur inni á einum reikningi millifærir upphæðina inn á annan reikning. Upphaflega upphæðin hverfur ekki heldur er hægt að leggja hana aftur og aftur og aftur inn á hinn reikninginn og þannig margfalda inneign sína hjá bankanum. Gallinn var virkur í tæpar tuttugu mínútur á hverjum sólarhring og eftir það varð inneignin í bankanum neikvæð sem nam þeirri upphæð sem hafði verði millifærð. Sólarhring síðar var hægt að halda leiknum áfram. Lengi vel tók enginn eftir neinu. Þjófarnir keyptu sér glæsilega bíla og spiluðu í spilavítum á netinu. Forstjóri Reiknistofu bankanna segir gallann tengjast mikilvægri breytingu sem gerð var fyrstu vikuna í september þegar svokölluð dagslok voru færð frá klukkan níu að kvöldi til miðnættis. „Sem var svo sem mjög mikil framför fyrir bankakerfið. En við töldum allt hafa gengið vel en það gerði það nú ekki eins og fram hefur komið,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Reiknisstofu bankanna. Að neðan má sjá tilkynningu RB frá 15. maí um stóru breytinguna sem fór í loftið þann 8. september með ófyrirséðum afleiðingum. Breyting á dagslokum bankadaga – tekur gildir frá 8. september 2025 Frá og með 8. september 2025 verða dagslok í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21:00 til miðnættis kl. 24:00. Með þessari breytingu er markmiðið að koma enn betur til móts við nútíma viðskiptahætti með því að hafa dagslok bankakerfa í samræmi við almanaksdaga og styðja þannig við sveigjanlegri opnunartíma og samfellda þjónustu. Bankadagar verða áfram virkir dagar og færslur sem berast á frídögum verða áfram bókaðar á næsta virka dag. Breytingin mun nýtast almenningi, fyrirtækjum og stofnunum sem treysta á hraða og áreiðanlega afgreiðslu bankaviðskipta á kvöldin. Við hvetjum viðskiptavini og samstarfsaðila til að kynna sér áhrif breytingarinnar á sín viðskipti og hafa samband við þjónustuver síns viðskiptabanka ef frekari upplýsinga er þörf. Breytingin átti þannig að koma viðskiptavinum vel og hefur eflaust gert það. Hún kom sannarlega þeim vel sem nýttu sér villuna sem fylgdu breytingunum til að svíkja peninga af bönkunum. Galli var því á kerfinu í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það á síðustu tveimur vikunum sem meginþorri peninganna var svikinn af bönkunum. Ragnhildur segir um mannleg mistök að ræða. „Okkur tekst ekki nógu snemma að verða vör við þessa villu þannig að afleiðingarnar eru þær sem fram hafa komið og við auðvitað hörmum það. Þetta er stórt og mikið atvik hjá okkur og það er í mikilli rannsókn og við erum að rýna mjög inn á við hvernig þetta gerðist.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Fimm karlmenn voru handteknir og sæta farbanni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eltist héraðssaksóknari einnig við tvo karlmenn sem fóru úr landi eftir svikin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst telja rannsakendur enn sem komið er ekkert benda til annars en að hinir grunuðu hafi uppgötvað gallann á kerfinu fyrir algjöra tilviljun og deilt upplýsingunum hver með öðrum. Meginþorrinn eða um 390 milljónir voru sviknar út úr Landsbankanum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig villan uppgötvaðist. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans hefur ekki brugðist við viðtalsbeiðnum fréttastofu í vikunni. Tíu milljónir voru sviknar af Arion banka en engin tilfelli hafa fundist við skoðun hjá Íslandsbanka. Síðast þegar fréttist hafði tekist að endurheimta um 250 milljónir króna. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtöl í vikunni. Vísir/Einar Velta má fyrir sér hvers vegna svo langan tíma tók að uppgötva gallann á meðan peningar streymdu úr bankanum og spyrja þeirrar spurningar hvort ekki hefði verið hægt að hafa mun hærri upphæðir af bönkunum. „Það er alveg góð spurning. Auðvitað hefði getað farið meira og við erum bara fegin að ekki fór verr.“ Harma það sem gerðist Ragnhildur fer ekki út í hver tilkynnti Reiknistofu bankanna um villuna. „Okkur er bent á að það hafi líklega átt sér stað svik, sviksamleg færsla hafi átt sér stað, og við förum og bregðumst strax við og lokum þessum veikleika,“ segir Ragnhildur. Þau hafi farið að skoða málið og áttað sig á því að aðdragandinn var töluverður. Hún segir mistökin sem áttu sér stað ekki vegna afglapa eða þannig. Reiknistofa bankanna reki flókna starfsemi. Ragnhildur Geirsdóttir er forstjóri Reiknistofu bankanna.Vísir/Ívar Fannar „Það er að mörgu sem þarf að huga og við auðvitað erum að vinna stöðugt að því og eigum náttúrulega að hafa þetta 100% og okkar skipulag miðast við það. En þarna gerast hlutir sem áttu ekki að gerast og það er það sem við þurfum að rýna mjög vel og hörmum mjög mikið.“ Aðkoma Reiknistofunnar eftir að málið kom upp hafi fyrst og síðast snúið að því að líta inn á við. „Við vinnum að fullu að því að reyna að skoða þetta mjög vel inn á við og hvernig við þurfum að bregðast við í okkar innri ferlum til að svona endurtaki sig ekki.“ Mikið áfall sem bregðast þurfi við Velta má fyrir sér hvort eftirlitskerfi Reiknistofunnar hafi brugðist og að sama skapi bankanna. „Ég get auðvitað bara svarað fyrir okkur. Auðvitað áttum við að sjá þetta miklu fyrr og við verðum að rýna það. Hvað aðrir áttu að gera, þeir verða að svara fyrir það. Ég get ekki svarað fyrir það. En auðvitað eiga okkar upplýsingar að vera 100 prósent og við þurfum að passa okkur á því og tryggja það. Og við höfum staðið okkur vel í því síðustu áratugi en þetta er auðvitað mikið áfall og við þurfum að bregðast við, það er alveg ljóst.“ Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Sviku milljónir af Landsbankanum Fjármálafyrirtæki Lögreglumál Landsbankinn Arion banki Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Vika er nú liðin síðan Reiknistofa bankanna viðurkenndi að við uppfærslu á kerfum hefði skapast tímabundinn veikleiki hjá bönkunum sem talið er að minnsta kosti sjö karlmenn hafi nýtt sér. En hvernig virkaði gallinn? Einstaklingur með hundrað þúsund krónur inni á einum reikningi millifærir upphæðina inn á annan reikning. Upphaflega upphæðin hverfur ekki heldur er hægt að leggja hana aftur og aftur og aftur inn á hinn reikninginn og þannig margfalda inneign sína hjá bankanum. Gallinn var virkur í tæpar tuttugu mínútur á hverjum sólarhring og eftir það varð inneignin í bankanum neikvæð sem nam þeirri upphæð sem hafði verði millifærð. Sólarhring síðar var hægt að halda leiknum áfram. Lengi vel tók enginn eftir neinu. Þjófarnir keyptu sér glæsilega bíla og spiluðu í spilavítum á netinu. Forstjóri Reiknistofu bankanna segir gallann tengjast mikilvægri breytingu sem gerð var fyrstu vikuna í september þegar svokölluð dagslok voru færð frá klukkan níu að kvöldi til miðnættis. „Sem var svo sem mjög mikil framför fyrir bankakerfið. En við töldum allt hafa gengið vel en það gerði það nú ekki eins og fram hefur komið,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Reiknisstofu bankanna. Að neðan má sjá tilkynningu RB frá 15. maí um stóru breytinguna sem fór í loftið þann 8. september með ófyrirséðum afleiðingum. Breyting á dagslokum bankadaga – tekur gildir frá 8. september 2025 Frá og með 8. september 2025 verða dagslok í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21:00 til miðnættis kl. 24:00. Með þessari breytingu er markmiðið að koma enn betur til móts við nútíma viðskiptahætti með því að hafa dagslok bankakerfa í samræmi við almanaksdaga og styðja þannig við sveigjanlegri opnunartíma og samfellda þjónustu. Bankadagar verða áfram virkir dagar og færslur sem berast á frídögum verða áfram bókaðar á næsta virka dag. Breytingin mun nýtast almenningi, fyrirtækjum og stofnunum sem treysta á hraða og áreiðanlega afgreiðslu bankaviðskipta á kvöldin. Við hvetjum viðskiptavini og samstarfsaðila til að kynna sér áhrif breytingarinnar á sín viðskipti og hafa samband við þjónustuver síns viðskiptabanka ef frekari upplýsinga er þörf. Breytingin átti þannig að koma viðskiptavinum vel og hefur eflaust gert það. Hún kom sannarlega þeim vel sem nýttu sér villuna sem fylgdu breytingunum til að svíkja peninga af bönkunum. Galli var því á kerfinu í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það á síðustu tveimur vikunum sem meginþorri peninganna var svikinn af bönkunum. Ragnhildur segir um mannleg mistök að ræða. „Okkur tekst ekki nógu snemma að verða vör við þessa villu þannig að afleiðingarnar eru þær sem fram hafa komið og við auðvitað hörmum það. Þetta er stórt og mikið atvik hjá okkur og það er í mikilli rannsókn og við erum að rýna mjög inn á við hvernig þetta gerðist.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Fimm karlmenn voru handteknir og sæta farbanni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eltist héraðssaksóknari einnig við tvo karlmenn sem fóru úr landi eftir svikin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst telja rannsakendur enn sem komið er ekkert benda til annars en að hinir grunuðu hafi uppgötvað gallann á kerfinu fyrir algjöra tilviljun og deilt upplýsingunum hver með öðrum. Meginþorrinn eða um 390 milljónir voru sviknar út úr Landsbankanum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig villan uppgötvaðist. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans hefur ekki brugðist við viðtalsbeiðnum fréttastofu í vikunni. Tíu milljónir voru sviknar af Arion banka en engin tilfelli hafa fundist við skoðun hjá Íslandsbanka. Síðast þegar fréttist hafði tekist að endurheimta um 250 milljónir króna. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtöl í vikunni. Vísir/Einar Velta má fyrir sér hvers vegna svo langan tíma tók að uppgötva gallann á meðan peningar streymdu úr bankanum og spyrja þeirrar spurningar hvort ekki hefði verið hægt að hafa mun hærri upphæðir af bönkunum. „Það er alveg góð spurning. Auðvitað hefði getað farið meira og við erum bara fegin að ekki fór verr.“ Harma það sem gerðist Ragnhildur fer ekki út í hver tilkynnti Reiknistofu bankanna um villuna. „Okkur er bent á að það hafi líklega átt sér stað svik, sviksamleg færsla hafi átt sér stað, og við förum og bregðumst strax við og lokum þessum veikleika,“ segir Ragnhildur. Þau hafi farið að skoða málið og áttað sig á því að aðdragandinn var töluverður. Hún segir mistökin sem áttu sér stað ekki vegna afglapa eða þannig. Reiknistofa bankanna reki flókna starfsemi. Ragnhildur Geirsdóttir er forstjóri Reiknistofu bankanna.Vísir/Ívar Fannar „Það er að mörgu sem þarf að huga og við auðvitað erum að vinna stöðugt að því og eigum náttúrulega að hafa þetta 100% og okkar skipulag miðast við það. En þarna gerast hlutir sem áttu ekki að gerast og það er það sem við þurfum að rýna mjög vel og hörmum mjög mikið.“ Aðkoma Reiknistofunnar eftir að málið kom upp hafi fyrst og síðast snúið að því að líta inn á við. „Við vinnum að fullu að því að reyna að skoða þetta mjög vel inn á við og hvernig við þurfum að bregðast við í okkar innri ferlum til að svona endurtaki sig ekki.“ Mikið áfall sem bregðast þurfi við Velta má fyrir sér hvort eftirlitskerfi Reiknistofunnar hafi brugðist og að sama skapi bankanna. „Ég get auðvitað bara svarað fyrir okkur. Auðvitað áttum við að sjá þetta miklu fyrr og við verðum að rýna það. Hvað aðrir áttu að gera, þeir verða að svara fyrir það. Ég get ekki svarað fyrir það. En auðvitað eiga okkar upplýsingar að vera 100 prósent og við þurfum að passa okkur á því og tryggja það. Og við höfum staðið okkur vel í því síðustu áratugi en þetta er auðvitað mikið áfall og við þurfum að bregðast við, það er alveg ljóst.“ Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Breyting á dagslokum bankadaga – tekur gildir frá 8. september 2025 Frá og með 8. september 2025 verða dagslok í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21:00 til miðnættis kl. 24:00. Með þessari breytingu er markmiðið að koma enn betur til móts við nútíma viðskiptahætti með því að hafa dagslok bankakerfa í samræmi við almanaksdaga og styðja þannig við sveigjanlegri opnunartíma og samfellda þjónustu. Bankadagar verða áfram virkir dagar og færslur sem berast á frídögum verða áfram bókaðar á næsta virka dag. Breytingin mun nýtast almenningi, fyrirtækjum og stofnunum sem treysta á hraða og áreiðanlega afgreiðslu bankaviðskipta á kvöldin. Við hvetjum viðskiptavini og samstarfsaðila til að kynna sér áhrif breytingarinnar á sín viðskipti og hafa samband við þjónustuver síns viðskiptabanka ef frekari upplýsinga er þörf.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Sviku milljónir af Landsbankanum Fjármálafyrirtæki Lögreglumál Landsbankinn Arion banki Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira