Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Albert Guðmundsson verður klár í slaginn þegar Fiorentina mætir Genoa á sunnudag. Getty/Andrea Martini Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira
Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira
Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59