Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:45 JuJu Watkins byrjaði háskólaferil sinn frábærlega með USC en missir af þessu tímabili vegna meiðsla. Getty/Michael Hickey/ Körfuboltakonan JuJu Watkins hefur gengið til liðs við fjárfestahóp nýliða Boston Legacy FC í NWSL-deildinni og er þar með fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum. Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025 Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025
Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira