Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Hér er á ferðinni Brie-ostur í stökkum pistasíuhjúp, með heitu hunangi og rifsberjum. Gotteri.is Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni. Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Matur Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Matur Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira