Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Luis Suarez verður ekki með Inter Miami í úrslitaleiknum í einvígin á móti Nashville. EPA/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH Inter Miami verður án framherja síns Luis Suárez í oddaleiknum í fyrstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar eftir að aganefnd deildarinnar dæmdi Úrúgvæann í bann. Suárez var dæmdur í eins leiks bann fyrir að sparka í Andy Najar hjá Nashville í seinni hálfleik leiksins þann 1. nóvember á GEODIS Park, þar sem Inter Miami tapaði 2-1. Þegar atvikið átti sér stað gaf dómarinn Suárez hvorki gult né rautt spjald. Suárez sparkaði aftur fyrir sig með hælnum og í Najar sem lá eftir. Suárez þóttist vera alsaklaus og virtist saka Najar um leikaraskap en myndband af atvikinu sagði aðra sögu. „Aganefnd MLS hefur dæmt framherja Inter Miami CF, Luis Suárez, í eins leiks bann og sektað hann um ótilgreinda upphæð samkvæmt þriðja viðmiði aganefndar fyrir ofbeldisfulla hegðun á 71. mínútu í leik Inter Miami gegn Nashville SC þann 1. nóvember. Suárez mun taka út eins leiks bann sitt þann 8. nóvember í leik Miami gegn Nashville SC,“ sagði aganefnd MLS í yfirlýsingu sinni. Suárez mun nú taka út sitt annað leikbann í MLS-deildinni árið 2025, en hann fékk áður þriggja leikja bann fyrir að hrækja á starfsmann Seattle Sounders eftir úrslitaleik deildabikarsins þann 31. ágúst síðastliðinn. Inter Miami fer nú inn í oddaleik í úrslitakeppninni án Suárez, þar sem liðið reynir að komast áfram í næstu umferð en tap þýðir að tímabilið er búið. Staðan í fyrstu umferð er jöfn 1-1 eftir að Inter Miami vann fyrri leikinn en tapaði þeim seinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Suárez var dæmdur í eins leiks bann fyrir að sparka í Andy Najar hjá Nashville í seinni hálfleik leiksins þann 1. nóvember á GEODIS Park, þar sem Inter Miami tapaði 2-1. Þegar atvikið átti sér stað gaf dómarinn Suárez hvorki gult né rautt spjald. Suárez sparkaði aftur fyrir sig með hælnum og í Najar sem lá eftir. Suárez þóttist vera alsaklaus og virtist saka Najar um leikaraskap en myndband af atvikinu sagði aðra sögu. „Aganefnd MLS hefur dæmt framherja Inter Miami CF, Luis Suárez, í eins leiks bann og sektað hann um ótilgreinda upphæð samkvæmt þriðja viðmiði aganefndar fyrir ofbeldisfulla hegðun á 71. mínútu í leik Inter Miami gegn Nashville SC þann 1. nóvember. Suárez mun taka út eins leiks bann sitt þann 8. nóvember í leik Miami gegn Nashville SC,“ sagði aganefnd MLS í yfirlýsingu sinni. Suárez mun nú taka út sitt annað leikbann í MLS-deildinni árið 2025, en hann fékk áður þriggja leikja bann fyrir að hrækja á starfsmann Seattle Sounders eftir úrslitaleik deildabikarsins þann 31. ágúst síðastliðinn. Inter Miami fer nú inn í oddaleik í úrslitakeppninni án Suárez, þar sem liðið reynir að komast áfram í næstu umferð en tap þýðir að tímabilið er búið. Staðan í fyrstu umferð er jöfn 1-1 eftir að Inter Miami vann fyrri leikinn en tapaði þeim seinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira