Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:32 Jason Wilcox sést hér með Benjamin Sesko þegar Slóveninn var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United. Getty/Manchester United Jason Wilcox er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United og hann hefur tjáð sig um sína framtíðarsýn á eitt frægasta og farsælasta fótboltalið heims. Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira