„Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Óskar og Pablo ætla sér stórræði á Ásvöllum. vísir / lýður valberg Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed hafa tekið við störfum hjá Haukum og vilja koma félaginu á kortið í íslenskum fótbolta. Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum
Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira