Fótbolti

O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Gary O'Neil stýrði Úlfunum í 14. sæti á sínu fyrsta tímabili með liðið en svo fór að halla undan fæti og honum var sagt upp störfum í desember í fyrra.
Gary O'Neil stýrði Úlfunum í 14. sæti á sínu fyrsta tímabili með liðið en svo fór að halla undan fæti og honum var sagt upp störfum í desember í fyrra. Vísir/Getty

Gary O'Neil mun ekki taka við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderers á ný. Hann var rekinn úr starfinu fyrir tæpu ári en hefur verið ítrekað orðaður við endurkomu eftir að Vítor Pereira var látinn fjúka.

Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag þótti endurkoma O'Neil nokkuð líkleg og voru forsvarsmenn félagsins í virku samtali við hann en því samtali hefur nú verið slitið og ljóst að O'Neil er ekki að taka við liðinu að þessu sinni.

BBC greinir frá því að samningaviðræður við O'Neil hafi verið vel á veg komnar en hann hafi ákveðið að ganga frá samningaborðinu. Þess má geta að O'Neil er enn á launaskrá félagsins þar sem hann fékk 12 mánaða starfslokasamning í desember í fyrra.

Talið er að Úlfarnir muni nú setja allan fókus á að reyna að semja við Rob Edwards sem stýrir Middlesbrough í ensku B-deildinni en liðið er þar í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×