Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:16 Justin Dean, leikmaður Los Angeles Dodgers, hleypur að boltanum sem hafði fest undir veggnum. Samkvæmt reglum þurfti þá að stöðva leikinn. Getty/Gregory Shamus Við fáum leik hinn rómaða og ofurvinsæla leik sjö í World Series 2025, hreinan úrslitaleik á milli Los Angeles Dodgers og Toronto Blue Jays um bandaríska hafnaboltatitilinn í ár. Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025 Hafnabolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Sjá meira
Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025
Hafnabolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Sjá meira