Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2025 17:06 Þorgerður Katrín og félagar í Viðreisn hafa lengi horft í átt að Evrópusambandinu og upptöku evru. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag. Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“ Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“
Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira