Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 11:47 Nokkur umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af stjórarháttum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þau segja náttúruverndarsjónarmið ekki nægilega sterk innan stjórnar og kæra kynjahalla til kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs. Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs.
Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira