Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 07:31 Max Dowman gæti fengið tækifæri með Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld. Getty/ Alex Pantling Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal er með liðið sitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og lið uppfullt af stjörnuleikmönnum. Í leikmannahópnum er líka hinn fimmtán ára gamli Max Dowman. Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira