Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 12:33 Nýja flugbrautin í Nuuk. Fjallið Sermitsiaq, sem flugvélin rakst á, sést til hægri. Isavia Flugmaður litlu Cessna-flugvélarinnar, sem fórst við Nuuk á laugardag, var reyndur breskur ferjuflugmaður. Hann hugðist millilenda í Reykjavík á sunnudagskvöld og fljúga áfram til Skotlands á mánudag. „Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent