„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 11:00 Guðrún Arnardóttir spilar vanalega út úr stöðu í hægri bakverðinum en hún er miðvörður hjá félagsliði sínu. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn. Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira