Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 12:30 Milos Kerkez og Conor Bradley eftir tapleikinn á móti Brentford um síðustu helgi. Getty/Liverpool FC/ Eru tveir leikmenn stórt vandamál fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Einn af sérfræðingum enska boltans er harður á því. Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Sjá meira
Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Sjá meira