Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Valur Páll Eiríksson skrifar 27. október 2025 19:30 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Ívar Fannar Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri. „Það er snjókoma aðfaranótt þriðjudags og fram eftir þriðjudegi. Ef þeir reikningar reynast réttir gætu margir á Suðvesturlandi hugsanlega fengið að sjá meiri snjó en þeir hafa nokkurn tímann áður séð í október,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöld. Spárnar segja mismunandi hluti um magn snjókomunnar en vera má að ekki verði eins snjóþungt og fram kom í gær. Ljóst er hins vegar að nú reynir í fyrsta sinn raunverulega á nýjan Laugardalsvöll, en skipt var um undirlag og komið á undirhita fyrr í ár. „Það var kalt hérna á Blikaleiknum, meiri kuldi. En nú er snjór og slidda í kortunum. Þannig að jú, það verður fyrsta prufan,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, og vísar þar til leik Breiðabliks við KuPS frá Finnlandi á fimmtudaginn var. Verða menn klárir með skóflurnar? „Já, við erum með ákveðin úrræði og mannskap sem er tilbúinn að koma að hjálpa okkur. Svo er það undirhitinn sem við erum með. Við vonum það besta, að það verði leikfært,“ Er það eins og kyndingin í heimahúsum, að hækka ofnana í fullt? „Já, þetta er mjög svipað. Þetta er undirhiti og við reynum að stýra honum af skynsemi. En þetta er ekki bræðslukerfi. Hann hefur ekki við einhverjum kílóum af snjó. En við munum nýta hitann í að bræða sem mest,“ segir Kristinn. Fréttina úr Sportpakka kvöldsins má sjá í spilaranum. Ísland mætir Norður-Írlandi klukkan 18:00 á morgun í síðari leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leiknum ytra lauk 2-0 fyrir Ísland. Landslið kvenna í fótbolta Veður Þjóðadeild kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Það er snjókoma aðfaranótt þriðjudags og fram eftir þriðjudegi. Ef þeir reikningar reynast réttir gætu margir á Suðvesturlandi hugsanlega fengið að sjá meiri snjó en þeir hafa nokkurn tímann áður séð í október,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöld. Spárnar segja mismunandi hluti um magn snjókomunnar en vera má að ekki verði eins snjóþungt og fram kom í gær. Ljóst er hins vegar að nú reynir í fyrsta sinn raunverulega á nýjan Laugardalsvöll, en skipt var um undirlag og komið á undirhita fyrr í ár. „Það var kalt hérna á Blikaleiknum, meiri kuldi. En nú er snjór og slidda í kortunum. Þannig að jú, það verður fyrsta prufan,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, og vísar þar til leik Breiðabliks við KuPS frá Finnlandi á fimmtudaginn var. Verða menn klárir með skóflurnar? „Já, við erum með ákveðin úrræði og mannskap sem er tilbúinn að koma að hjálpa okkur. Svo er það undirhitinn sem við erum með. Við vonum það besta, að það verði leikfært,“ Er það eins og kyndingin í heimahúsum, að hækka ofnana í fullt? „Já, þetta er mjög svipað. Þetta er undirhiti og við reynum að stýra honum af skynsemi. En þetta er ekki bræðslukerfi. Hann hefur ekki við einhverjum kílóum af snjó. En við munum nýta hitann í að bræða sem mest,“ segir Kristinn. Fréttina úr Sportpakka kvöldsins má sjá í spilaranum. Ísland mætir Norður-Írlandi klukkan 18:00 á morgun í síðari leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leiknum ytra lauk 2-0 fyrir Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta Veður Þjóðadeild kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira