Innherji

Upp­fylla þarf stíf skil­yrði eigi að heimila sam­runa að­eins á grunni hag­ræðingar­

Hörður Ægisson skrifar
Þegar litið er til fyrirhugaðra samruna hérlendis, einkum á fjármálamarkaði, og möguleg samlegðaráhrif þeirra gæti fordæmum þar sem hagræðingarrökum er einkum teflt fram fjölgað í íslenskum samkeppnisrétti á næstunni.
Þegar litið er til fyrirhugaðra samruna hérlendis, einkum á fjármálamarkaði, og möguleg samlegðaráhrif þeirra gæti fordæmum þar sem hagræðingarrökum er einkum teflt fram fjölgað í íslenskum samkeppnisrétti á næstunni.

Hagræðing og samlegðaráhrifin sem af því hlýst hafa verið meðal helstu röksemda fyrir mögulegum samrunum fyrirtækja síðustu misseri, meðal annars í landbúnaði og á fjármálamarkaði, en sönnunarbyrðin í slíkri hagræðingarvörn sem hvílir á samrunaaðilum er þung, að sögn stjórnanda hjá Samkeppniseftirlitinu. Fá fordæmi eru sögð liggja fyrir í evrópskum samkeppnisrétti að samrunar séu heimilaðir með vísun í hagræðingarvörn þegar gögn málsins benda til að þeir myndu hafa skaðleg áhrif á neytendur og samkeppni.


Tengdar fréttir

Þarf meira til en samnýtingu inn­viða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins

Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.

Ís­lenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi sam­runa Kviku og Arion

Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

Boða laga­breytingu til að heimila SKE að stöðva tíma­fresti við rannsókn sam­runa

Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Of ströng beit­ing sam­keppn­is­lag­a hindr­un við upp­bygg­ing­u fjar­skipt­a­inn­við­a

Æskilegt er að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Það hefur enda sýnt sig að skynsamleg samnýting innviða lækkar verð til endanotenda og þannig er hægt að koma nýjustu tækni fyrr til notenda. Samkeppnislög hvað þetta varðar eru ekki endilega vandamál hérlendis heldur fremur beiting þeirra, segir forstjóri Mílu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×