Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 14:30 Igor Tudor stýrir ekki fleiri leikjum sem þjálfari ítalska stórliðsins Juventus. Getty/Angel Martinez Slæmt gengi Juventus síðustu vikurnar réði örlögum þjálfarans Igor Tudor sem tók við ítalska stórliðinu í vor. Króatinn entist bara sjö mánuðir í starfi sínu en hann tók við Juventus í mars. Liðið endaði í fjórða sætinu á síðustu leiktíð og hinn 47 ára gamli Tudor fékk fastráðningu til júní 2027. 🚨⚪️⚫️ Igor Tudor has been personally informed about Juventus decision to sack him this morning.Massimo Brambilla will be the interim coach ahead of club’s decision on new manager. pic.twitter.com/0wtcdPM5m8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2025 Á þessu tímabili hefur ekkert gengið og tapleikurinn á móti Lazio var hans síðasti í starfi. Lazio vann leikinn 1-0 og skildi Juventus eftir í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var áttundi leikur liðsins í röð án sigurs og liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur aðeins skorað 9 níu mörk í átta deildarleikjum en jafnfram fengið á sig átta mörk. Massimo Brambilla, sem stýrir unglingaliði félagsins í Seríu C, mun stjórna liðinu tímabundið þar á meðal á móti Udinese í vikunni. Á meðan er leitað að nýjum framtíðarþjálfara. Í yfirlýsingu frá félaginu kom fram: „Juventus tilkynnir það að í dag hefur félagið leyst Igor Tudor frá störfum sem aðalþjálfari karlaliðsins. Hann hættir ásamt starfsliði hans, sem samanstendur af Ivan Javorcic, Tomislav Rogic og Riccardo Ragnacci. Félagið þakkar Igor Tudor og öllu starfsfólki hans fyrir fagmennsku þeirra og hollustu undanfarna mánuði og óskar þeim alls hins besta í ferli sínum í framtíðinni.“ Tudor var ráðinn í staðinn fyrir Thiago Motta, sem var rekinn í vor. Upphaflega var Tudor gefinn samningur til loka tímabilsins þar á meðal fram yfir Heimsmeistaramót félagsliða í Bandaríkjunum. Igor Tudor non è più l'allenatore della JuventusI dettagli: https://t.co/ADGQZ155I1 pic.twitter.com/69mQ5Sp9F8— JuventusFC (@juventusfc) October 27, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Sjá meira
Króatinn entist bara sjö mánuðir í starfi sínu en hann tók við Juventus í mars. Liðið endaði í fjórða sætinu á síðustu leiktíð og hinn 47 ára gamli Tudor fékk fastráðningu til júní 2027. 🚨⚪️⚫️ Igor Tudor has been personally informed about Juventus decision to sack him this morning.Massimo Brambilla will be the interim coach ahead of club’s decision on new manager. pic.twitter.com/0wtcdPM5m8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2025 Á þessu tímabili hefur ekkert gengið og tapleikurinn á móti Lazio var hans síðasti í starfi. Lazio vann leikinn 1-0 og skildi Juventus eftir í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var áttundi leikur liðsins í röð án sigurs og liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur aðeins skorað 9 níu mörk í átta deildarleikjum en jafnfram fengið á sig átta mörk. Massimo Brambilla, sem stýrir unglingaliði félagsins í Seríu C, mun stjórna liðinu tímabundið þar á meðal á móti Udinese í vikunni. Á meðan er leitað að nýjum framtíðarþjálfara. Í yfirlýsingu frá félaginu kom fram: „Juventus tilkynnir það að í dag hefur félagið leyst Igor Tudor frá störfum sem aðalþjálfari karlaliðsins. Hann hættir ásamt starfsliði hans, sem samanstendur af Ivan Javorcic, Tomislav Rogic og Riccardo Ragnacci. Félagið þakkar Igor Tudor og öllu starfsfólki hans fyrir fagmennsku þeirra og hollustu undanfarna mánuði og óskar þeim alls hins besta í ferli sínum í framtíðinni.“ Tudor var ráðinn í staðinn fyrir Thiago Motta, sem var rekinn í vor. Upphaflega var Tudor gefinn samningur til loka tímabilsins þar á meðal fram yfir Heimsmeistaramót félagsliða í Bandaríkjunum. Igor Tudor non è più l'allenatore della JuventusI dettagli: https://t.co/ADGQZ155I1 pic.twitter.com/69mQ5Sp9F8— JuventusFC (@juventusfc) October 27, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Sjá meira