„Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 13:32 Sandra María Jessen hefur skorað mikið í þýska boltanum að undanförnu og nær vonandi að skora á Laugardalsvellinum annað kvöld. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi á morgun í seinni umspilsleik liðanna um sæti í A-deild í næstu Þjóðadeild. Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru í góðum málum eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum. „Það var auðvitað rosalega gott að ná sigri því það var alveg kominn tími á að við myndum vinna mótsleik. Það var mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Sandra María Jessen í samtali við Ágúst Orra Arnarson. Klippa: „Mikilvægt að fá þessa sigurtilfinningu“ „Kannski svolítið öðruvísi leikur en við höfum verið að spila undanfarin ár. Lið hafa verið að gefa okkur meira pláss fyrir aftan varnarlínuna en Norður-Írarnir stóðu mjög aftarlega og voru mjög þéttar,“ sagði Sandra María. Gerir okkur mjög gott „Við þurftum að vera þolinmóðar á boltann og halda vel í hann. Ég held að við höfum ekki verið svona mikið með boltann í mjög langan tíma. Það er eitthvað sem gerir okkur mjög gott og ég held að við höfum gert margt mjög vel,“ sagði Sandra María. „Við erum búnar að rýna í það sem gekk ekki nógu vel og ætlum að gera það enn betur á þriðjudaginn [annað kvöld] og klára seinni slaginn,“ sagði Sandra. Bæði mörk liðsins komu úr föstum leikatriðum og liðið skoraði því ekki í opnum leik á móti slöku liði Norður-Íra. Setja axlirnar niður og slappa meira af „Við þurfum að vinna aðeins með ákvörðunartökuna á síðasta þriðjungnum. Við vorum að koma okkur í góðar stöður en þurfum að vera aðeins rólegri, setja axlirnar niður og slappa meira af þegar við erum komnar nálægt teignum.,“ sagði Sandra. „Við erum með gæði og getu til þess að skapa okkur færi og skora mörk. Við þurfum að halda áfram að vera þolinmóðar. Í rauninni skiptir okkur ekki máli hvernig mörkin eru að koma svo lengi sem þau eru að koma. Auðvitað viljum við líka ná inn marki í opnum leik og stefnum á að gera það á þriðjudaginn,“ sagði Sandra. Íslenska liðið var nú að koma saman í fyrsta sinn eftir Evrópumótið í sumar og því langur tími síðan landsliðskonurnar voru saman. Mjög gott fyrir andann í hópnum „Við vorum einmitt að tala um það að manni finnist eins og það séu liðin ár og öld síðan við hittumst. Það er núna eins og alltaf gaman að hitta hópinn. Það var mjög gott fyrir andann í hópnum að byrja á sigri á föstudaginn. Það er ekkert oft mikill fókus á EM. Það er bara búið og við erum að horfa fram á við núna,“ sagði Sandra. „Við erum bara jákvæðar og spenntar fyrir hverjum einasta leik. Núna er bara næsti leikur á þriðjudaginn og við ætlum bara að fókusa á hann,“ sagði Sandra. Það má horfa á allt viðtalið við Söndru hér fyrir ofan en þar talar hún einnig um tímann hjá Köln í Þýskalandi. Akureyski framherjinn hefur byrjað vel í þýska boltanum og raðað inn mörkum í síðustu leikjum sínum þar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Það var auðvitað rosalega gott að ná sigri því það var alveg kominn tími á að við myndum vinna mótsleik. Það var mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Sandra María Jessen í samtali við Ágúst Orra Arnarson. Klippa: „Mikilvægt að fá þessa sigurtilfinningu“ „Kannski svolítið öðruvísi leikur en við höfum verið að spila undanfarin ár. Lið hafa verið að gefa okkur meira pláss fyrir aftan varnarlínuna en Norður-Írarnir stóðu mjög aftarlega og voru mjög þéttar,“ sagði Sandra María. Gerir okkur mjög gott „Við þurftum að vera þolinmóðar á boltann og halda vel í hann. Ég held að við höfum ekki verið svona mikið með boltann í mjög langan tíma. Það er eitthvað sem gerir okkur mjög gott og ég held að við höfum gert margt mjög vel,“ sagði Sandra María. „Við erum búnar að rýna í það sem gekk ekki nógu vel og ætlum að gera það enn betur á þriðjudaginn [annað kvöld] og klára seinni slaginn,“ sagði Sandra. Bæði mörk liðsins komu úr föstum leikatriðum og liðið skoraði því ekki í opnum leik á móti slöku liði Norður-Íra. Setja axlirnar niður og slappa meira af „Við þurfum að vinna aðeins með ákvörðunartökuna á síðasta þriðjungnum. Við vorum að koma okkur í góðar stöður en þurfum að vera aðeins rólegri, setja axlirnar niður og slappa meira af þegar við erum komnar nálægt teignum.,“ sagði Sandra. „Við erum með gæði og getu til þess að skapa okkur færi og skora mörk. Við þurfum að halda áfram að vera þolinmóðar. Í rauninni skiptir okkur ekki máli hvernig mörkin eru að koma svo lengi sem þau eru að koma. Auðvitað viljum við líka ná inn marki í opnum leik og stefnum á að gera það á þriðjudaginn,“ sagði Sandra. Íslenska liðið var nú að koma saman í fyrsta sinn eftir Evrópumótið í sumar og því langur tími síðan landsliðskonurnar voru saman. Mjög gott fyrir andann í hópnum „Við vorum einmitt að tala um það að manni finnist eins og það séu liðin ár og öld síðan við hittumst. Það er núna eins og alltaf gaman að hitta hópinn. Það var mjög gott fyrir andann í hópnum að byrja á sigri á föstudaginn. Það er ekkert oft mikill fókus á EM. Það er bara búið og við erum að horfa fram á við núna,“ sagði Sandra. „Við erum bara jákvæðar og spenntar fyrir hverjum einasta leik. Núna er bara næsti leikur á þriðjudaginn og við ætlum bara að fókusa á hann,“ sagði Sandra. Það má horfa á allt viðtalið við Söndru hér fyrir ofan en þar talar hún einnig um tímann hjá Köln í Þýskalandi. Akureyski framherjinn hefur byrjað vel í þýska boltanum og raðað inn mörkum í síðustu leikjum sínum þar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira