Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2025 08:02 KR-ingar björguðu sér frá falli í gær. Vísir/Anton Brink Lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær þegar þrír leikir fóru fram. Mikið var undir í öllum leikjunum og þrjú lið börðust um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR Besta deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR
Besta deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu