Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 10:00 Tanya Oxtoby þurfti að horfa upp á íslenska liðið fagna tveimur mörkum í gær en var engu að síður ánægð með sitt lið. Samsett/Getty/KSÍ Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira