Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 10:00 Tanya Oxtoby þurfti að horfa upp á íslenska liðið fagna tveimur mörkum í gær en var engu að síður ánægð með sitt lið. Samsett/Getty/KSÍ Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira