Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 12:55 Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en enginn er í varðhaldi. Fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Vísir/Viktor Freyr Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur síðan í júní farið fyrir umfangsmikilli rannsókn á meintri fíkniefnaframleiðslu sem teygir anga sína þvert yfir landið, alla leið frá Reykjavík til Reykjavíkur. Skarphéðinn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fíkniefnaframleiðsla virðist hafa staðið yfir í „einhver ár“ á sumum stöðum sem lögregla hefur ráðist í húsleit, sem telja að minnsta kosti sex. Enginn sé í varðhaldi lengur en sakborningar séu bæði Íslendingar og útlendingar. Fjórum erlendum sakborningum hefur verið vísað út af Schengen-svæðinu, nánar til tekið til Albaníu. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið á Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. En þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. Skarphéðinn segir að lögregla sé enn að afla sér gagna um málið en hann kveðst ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið. Norðurþing Reykjavík Lögreglumál Albanía Fíkniefnabrot Kannabis Borgarbyggð Kópavogur Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59 Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13 Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur síðan í júní farið fyrir umfangsmikilli rannsókn á meintri fíkniefnaframleiðslu sem teygir anga sína þvert yfir landið, alla leið frá Reykjavík til Reykjavíkur. Skarphéðinn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fíkniefnaframleiðsla virðist hafa staðið yfir í „einhver ár“ á sumum stöðum sem lögregla hefur ráðist í húsleit, sem telja að minnsta kosti sex. Enginn sé í varðhaldi lengur en sakborningar séu bæði Íslendingar og útlendingar. Fjórum erlendum sakborningum hefur verið vísað út af Schengen-svæðinu, nánar til tekið til Albaníu. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið á Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. En þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. Skarphéðinn segir að lögregla sé enn að afla sér gagna um málið en hann kveðst ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið.
Norðurþing Reykjavík Lögreglumál Albanía Fíkniefnabrot Kannabis Borgarbyggð Kópavogur Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59 Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13 Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59
Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13
Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40