Innlent

Sprengi­sandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tilkynnti að hann ætli ekki að bjóða sig aftur fram til formanns flokksins á komandi landsþingi. Hann fer yfir ákvörðun sína í byrjun þáttarins í dag.

Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Pawl Bartozek, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, ræða stöðuna á Gasa og framhaldið þar.

Þar á eftir mætir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Hún ætlar að svara því hvernig Ísland kemur til með að taka þátt í gervigreindarkapphlaupinu í heiminum en í það þarf ómælda orku.

Að lokum koma Marinó G. Njálsso og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þeir fjalla um dóm Hæstaréttar í vaxtarmálinu svokallaða - máli sem átti að skila neytendum tugum milljaðra en miklu minna kom út úr. 

Þátturinn hefst klukkan tíu og er hægt að hlusta á hann í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×