Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:15 Marin Zdravkov Levidzhov var algjörlega heillaður af Manchester United. Getty/Phil Cole Stuðningsmenn Manchester United eru af öllum stærðum og gerðum en það verður erfitt að finna heittrúaðri stuðningsmann en Marin Zdravkov Levidzhov. Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira