Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 22:31 Leandro Bacuna, Shannon Carmelia og Juninho Bacuna eru leikmenn Curacao og fagna hér góðum úrslitum í undankeppni HM. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira