Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 22:31 Leandro Bacuna, Shannon Carmelia og Juninho Bacuna eru leikmenn Curacao og fagna hér góðum úrslitum í undankeppni HM. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira