Mbappé mætti og kláraði Getafe Siggeir Ævarsson skrifar 19. október 2025 18:31 UEFA Champions League - Kairat Almaty vs Real Madrid epa12417717 Kylian Mbappe of Real Madrid bites his shirt during the UEFA Champions League soccer match between Kairat Almaty and Real Madrid, in Almaty, Kazakhstan, 30 September 2025. EPA/MAXIM SHIPENKOV Kylian Mbappé meiddist í landsliðsverkefni og missti af leik gegn Íslandi var mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid sem sótti Getafe heim í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði eina mark leiksins í kvöld. Madrídingar höfðu algjöra yfirburði í kvöld en tókst ekki að brjóta varnarmúr heimamanna á bak aftur fyrr en á 80. mínútu þegar varamaðurinn Arda Guler lagði upp mark yfir téðan Mbappe. Heimamenn voru þá orðnir manni færri eftir að Allan Nyom fékk beint rautt þremur mínútum fyrr og á 84. mínútu fékk Alex Sancris sitt annað gula spjald svo að heimamenn kláruðu leikinn níu gegn ellefu. Með sigrinum fer Real Madrid aftur á topp deildarinnar, tveimur stigum á undan erkifjendunum í Barcelona. Spænski boltinn
Kylian Mbappé meiddist í landsliðsverkefni og missti af leik gegn Íslandi var mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid sem sótti Getafe heim í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði eina mark leiksins í kvöld. Madrídingar höfðu algjöra yfirburði í kvöld en tókst ekki að brjóta varnarmúr heimamanna á bak aftur fyrr en á 80. mínútu þegar varamaðurinn Arda Guler lagði upp mark yfir téðan Mbappe. Heimamenn voru þá orðnir manni færri eftir að Allan Nyom fékk beint rautt þremur mínútum fyrr og á 84. mínútu fékk Alex Sancris sitt annað gula spjald svo að heimamenn kláruðu leikinn níu gegn ellefu. Með sigrinum fer Real Madrid aftur á topp deildarinnar, tveimur stigum á undan erkifjendunum í Barcelona.
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti