Potter á að töfra Svía inn á HM Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2025 15:06 Graham Potter blés sína síðustu sápukúlu hjá West Ham í síðasta mánuði og fór til Svíþjóðar. Nú virðist hann vera að taka við sænska landsliðinu. Getty/Kevin Hodgson Graham Potter verður að öllum líkindum næsti þjálfari sænska karlalandsliðsins í fótbolta, samkvæmt sænska fótboltamiðlinum Fotbollskanalen. Svíar ráku Jon Dahl Tomasson í byrjun þessarar viku, eftir skelfilegt gengi í undankeppni HM þar sem stjörnum prýtt lið Svíþjóðar er neðst í B-riðli með aðeins eitt stig úr fjórum leikjum. Sviss er efst með 10 stig, Kósovó er með sjö og Slóvenía þrjú. Potter er núna staddur í Svíþjóð og hefur opinberlega lýst yfir miklum áhuga á að taka við sænska landsliðinu. Samkvæmt Fotbollskanalen er verið að ganga frá nákvæmri útfærslu samnnings við Potter en hjá sænska knattspyrnusambandinu eru menn bjartsýnir á að samningar náist. Potter gæti þá mögulega stýrt Svíum í leikjunum tveimur í nóvember, þegar riðlakeppninni í undankeppni HM lýkur. Svíar eiga nánast enga von um að ná 2. sæti og komast þannig í umspilið í mars en það er hins vegar allt útlit fyrir að þeir fái að fara í umspilið vegna árangurs síns úr Þjóðadeildinni þar sem liðið vann sinn riðil í C-deild á síðustu leiktíð. Potter var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og stýrði áður Chelsea og Brighton. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari þegar hann stýrði Östersund. Hann tók við liðinu í sænsku D-deildinni en kom því upp í úrvalsdeild og í sjálfa Evrópudeildina. Það opnaði möguleika fyrir hann á Bretlandi þar sem hann tók fyrst við Swansea en svo Brighton. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Svíar ráku Jon Dahl Tomasson í byrjun þessarar viku, eftir skelfilegt gengi í undankeppni HM þar sem stjörnum prýtt lið Svíþjóðar er neðst í B-riðli með aðeins eitt stig úr fjórum leikjum. Sviss er efst með 10 stig, Kósovó er með sjö og Slóvenía þrjú. Potter er núna staddur í Svíþjóð og hefur opinberlega lýst yfir miklum áhuga á að taka við sænska landsliðinu. Samkvæmt Fotbollskanalen er verið að ganga frá nákvæmri útfærslu samnnings við Potter en hjá sænska knattspyrnusambandinu eru menn bjartsýnir á að samningar náist. Potter gæti þá mögulega stýrt Svíum í leikjunum tveimur í nóvember, þegar riðlakeppninni í undankeppni HM lýkur. Svíar eiga nánast enga von um að ná 2. sæti og komast þannig í umspilið í mars en það er hins vegar allt útlit fyrir að þeir fái að fara í umspilið vegna árangurs síns úr Þjóðadeildinni þar sem liðið vann sinn riðil í C-deild á síðustu leiktíð. Potter var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og stýrði áður Chelsea og Brighton. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari þegar hann stýrði Östersund. Hann tók við liðinu í sænsku D-deildinni en kom því upp í úrvalsdeild og í sjálfa Evrópudeildina. Það opnaði möguleika fyrir hann á Bretlandi þar sem hann tók fyrst við Swansea en svo Brighton.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira