„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:04 Alma Ýr formaður ÖBÍ segir allt of marga falla í fátæktargildruna hér á landi. Vísir/Anton Brink Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira