Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 12:04 Mookie Betts hjá Los Angeles Dodgers er hræddur við drauga. Getty/Aaron Gash Úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans er í fullum gangi og þar keppa Los Angeles Dodgers og Milwaukee Brewers um sæti í lokaúrslitunum. Einn leikmaður Dodgers er hræddur við drauga og neitar að gista á liðshótelinu. Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025 Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira
Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025
Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira