Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 12:04 Mookie Betts hjá Los Angeles Dodgers er hræddur við drauga. Getty/Aaron Gash Úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans er í fullum gangi og þar keppa Los Angeles Dodgers og Milwaukee Brewers um sæti í lokaúrslitunum. Einn leikmaður Dodgers er hræddur við drauga og neitar að gista á liðshótelinu. Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025 Hafnabolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025
Hafnabolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira