Sport

Mjög skrýtinn mis­skilningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tez Johnson var óvænt stjarna hjá Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi og fyndin saga hans var tekin fyrir í Lokasókninni.
Tez Johnson var óvænt stjarna hjá Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi og fyndin saga hans var tekin fyrir í Lokasókninni. Getty/Kevin Sabitus

Lokasóknin fór yfir síðustu helgi í NFL-deildinni í vikulegum þætti sínum og ræddi meðal annars frábæra frammistöðu óvæntrar stjörnu í liði Tampa Bay Buccaneers.

Það var full ástæða til að ræða framgöngu leikstjórnandans Baker Mayfield.

„Hann getur svo sannarlega gert kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Hann getur líka gert Johnson & Johnson að frábærum útherjum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. Tveir útherjar með eftirnafnið Johnson voru í sviðsljósinu hjá meiðslahrjáðu liðinu.

„Sjáið þið hérna. Tez Johnson. Einhver gæi sem enginn hér hefur aldrei nokkurn tímann heyrst minnst á og ekki nokkur maður í Bandaríkjunum. Hann er með þetta snertimark, þvílík tilþrif hjá Tez Johnson og hann kunni heldur betur að fagna,“ sagði Henry.

„Það sem meira er, þá var svona einhver smá misskilningur hjá Tez Johnson eftir þetta, mjög rangur misskilningur og mjög skrýtinn misskilningur. Kíkið aðeins á þetta innslag. Þetta er geggjað,“ sagði Henry.

Klippa: Lokasóknin: Mjög skrýtinn misskilningur hjá óvæntri stjörnu

Henru sýndi í framhaldinu viðtal sem var tekið við Tez Johnson í búningsklefanum eftir leikinn.

„Þetta er fyndin saga. Þegar ég skoraði og heyrði fólkið kalla MVP. Ég hélt að fólkið ætti við mig,“ sagði Tez Johnson.

Hann fékk þó að vita það frá liðsfélaga sínum að auðvitað var fólkið að beina þessu að leikstjórnandanum Baker Mayfield, sem hafði gefið boltann svo frábærlega á hann.

„Aumingja drengurinn. Hann á eftir að sjá eftir þessu,“ sagði Henry eftir innslagið.

Það má sjá þetta brot úr Lokasókninni og alla söguna frá Tez Johnson hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×