Innlent

Endurkaupaáætlun fyrir Grind­víkinga kynnt eftir ára­mót

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Á næsta ári verður íbúum Grindavíkur boðið að kaupa aftur heimili sín.
Á næsta ári verður íbúum Grindavíkur boðið að kaupa aftur heimili sín. Vísir/Vilhelm

Unnið er að útfærslu á endurkaupaáætlun þar sem fyrri eigendum eigna Þórkötlu í Grindavík verður boðið að kaupa eignirnar til baka. Áætlunin verður kynnt í byrjun næsta árs.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Þórkötlu, að vonir standi til þess að hægt verði að hefjast handa við framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar strax á næsta ári.

Að sögn Arnar er árlegur kostnaður við rekstur eignanna metinn á um 280 milljónir króna en þar eru inni þættir á borð við brunatryggingu, hita og rafmagn. Þá mun viðhald kosta um það bil 220 milljónir á þessu ári.

Heildarútgjöld við rekstur Þórkötlu, án fjármagnsliða, sé á bilinu 800 til 900 milljónir á ári.

Búið sé að fjármagna reksturinn fyrir þetta ár og næsta, og þá sé gert ráð fyrir því að sala og leiga eigna muni standa undir rekstrinum frá og með árinu 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×