Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2025 21:21 Frá Arctic Light-heræfingunni í síðasta mánuði. Hermenn síga úr þyrlu niður á herskip við Grænland. AP Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar: Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar:
Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20
Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07