Innlent

Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lokunin nær til alls Salahverfis.
Lokunin nær til alls Salahverfis. Vísir/Vilhelm

Vegna framkvæmda við Arnarnesvega þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Salahverfi frá klukkan 22 annað kvöld, þann 15.október, til klukkan fjögur að morgni 16.október.

Salalaug lokar klukkan 21.30 í stað 22.00 þann 15. október vegna þessa.

Í tilkynningu frá bænum segir að lokunin sé vegna vinnu við breytingar á stofnlögn og að hún nái til alls Salahverfis.

„Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum,“ segir í tilkynningu.

Þar er fólki einnig ráðlagt að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 sé þörf er á vatni fyrir nóttina og setja vatn í fötur fyrir klósett.

Þá eru þau vöruð við því sem eru með varmaskipta að þau geti lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan lokun stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×