Fótbolti

Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Courtois náði ekki rottunni í Cardiff.
Courtois náði ekki rottunni í Cardiff. Vísir/getty

Belgar unnu góðan sigur á Wales í undankeppni HM í Cardiff í gærkvöldi og fór leikurinn 4-2.

Kevin De Bruyne skoraði tvö mörk fyrir Belga og bæði úr vítaspyrnu. Síðan skoruðu þeir Thomas Meunier og Leandro Trossard sitt markið hvor.

Belgar eru í efsta sæti riðilsins með 14 stig, einu stigi fyrir ofan Norður-Makedóníu.

En eitt atvik vakti mikla athygli í leiknum. Það var þegar leynigestur hljóp inn á völlinn og var það að þessu sinni rotta. 

Markvörðurinn Thibaut Courtois reyndi hvað hann gat að ná rottunni en hafði ekki erindi sem erfiði eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×