Sport

Vekur reiði með þátt­töku sinni á Stera­leikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í síðasta mánuði greindi Shane Ryan frá því að hann væri hættur að keppa í sundi. Hann hefur nú ákveðið að halda áfram og mun keppa á fyrstu Steraleikunum.
Í síðasta mánuði greindi Shane Ryan frá því að hann væri hættur að keppa í sundi. Hann hefur nú ákveðið að halda áfram og mun keppa á fyrstu Steraleikunum. getty/Stephen McCarthy

Írski sundkappinn Shane Ryan, sem keppti á þrennum Ólympíuleikum, ætlar að taka þátt í Steraleikunum á næsta ári.

Á Steraleikunum er keppendum heimilt að nota árangursbætandi lyf án þess að þurfa að gangast undir lyfjapróf.

Ryan bætist þar með í hóp gríska sundmannsins Kristians Gkolomeev, bandaríska spretthlauparans Freds Kerley og enska sundmannsins Bens Proud sem hafa allir boðað þátttöku sína á Steraleikunum.

Írska íþróttasambandið, írska sundsambandið og írska Ólympíusambandið lýstu öll yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ryans að keppa á Steraleikunum.

Þeir eiga að fara fram í fyrsta sinn í Las Vegas á næsta ári. Keppendur fá vel borgað fyrir þátttökuna á Steraleikunum og meðal annars er milljón punda í boði fyrir hvern þann sem slær heimsmet.

Ryan keppti á Ólympíuleikunum 2016, 2020 og 2024. Hann er fyrsti írski sundmaðurinn sem tekur þátt á þrennum Ólympíuleikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×