Fótbolti

Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen í baráttu við William Saliba, leikmann Arsenal.
Daníel Tristan Guðjohnsen í baráttu við William Saliba, leikmann Arsenal. vísir/anton

Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í gær. Íslendingar voru öllu sáttari með úrslitin en Frakkar eins og sást á fjölmiðlaumfjöllun þar í landi.

„Strönduðu í fjörðunum,“ er yfirskrift umfjöllunar um leikinn á heimasíðu L'Equipe.

Þar segir að Frakkar hafi valdið vonbrigðum á Íslandi og ekki tekist að tryggja sér sæti á HM eins og möguleiki var á.

Ennfremur segir að franska liðið hafi átt í mesta basli með að brjóta íslensku vörnina á bak aftur og sóknarleikur Frakka hafi verið hugmyndasnauður. Florian Thauvin hafi þó sýnt góða frammistöðu og verið sprækasti sóknarmaður franska liðsins.

Það náði forystunni með mörkum frá Christopher Nkunku og Jean-Philippe Mateta en Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði í 2-2 þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir skelfilegan varnarleik Frakka eins og L'Equipe lýsir því.

Nokkrum orðum er svo eytt í að fjalla um Mateta sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska landsliðið í gær, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir það. Crystal Palace-maðurinn var lítið inni í leiknum í fyrri hálfleik en minnti á sig í þeim seinni þegar hann kom Frakklandi í 1-2 með skoti af stuttu færi.

Forystan entist hins vegar aðeins í tvær mínútur því Kristian jafnaði á 70. mínútu eins og áður sagði.

Þrátt fyrir úrslit gærdagsins eru Frakkar í góðri stöðu á toppi riðilsins, með tíu stig, þremur stigum meira en Úkraínumenn og sex stigum meira en Íslendingar.


Tengdar fréttir

Mynda­syrpa: Ógleyman­legt kvöld í Dalnum

Stuðningsmenn og þátttakendur í 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland, næstefsta land heimslistans í fótbolta, gleyma sjálfsagt seint því sem á gekk í Laugardalnum í gærkvöld.

Rúnar dá­samaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum að­gerðum“

Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn.

„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“

Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna.

„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn.

„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“

„Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM.

„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“

„Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands.

„Pirraður því við áttum meira skilið“

Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi.

Sjáðu mörk Íslands og Frakklands

Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli.

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland

Úkraína er áfram í 2. sæti í riðli Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta, eftir 2-1 sigur gegn Aserbaísjan á heimavelli sínum í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×