Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2025 08:32 Anthony Elanga í leiknum gegn Kósovó í gær. epa/Björn Larsson Rosvall Það eru ekki bara sænskir fjölmiðlar og almenningur sem eru ósáttir við Jon Dahl Tomasson, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, heldur virðast leikmenn þess líka vera orðnir pirraðir á uppleggi hans. Svíar töpuðu fyrir Kósovóum, 0-1, í Gautaborg í undankeppni HM 2026 í gær. Svíþjóð er á botni B-riðils með einungis eitt stig eftir fjóra leiki og hefur aðeins skorað tvö mörk þrátt fyrir að vera með leikmenn eins og Alexander Isak, Viktor Gyökeres og Anthony Elanga innan sinna raða. Sá síðastnefndi var verulega ósáttur eftir leikinn í gær og í leikmannagöngunum á hann að hafa sagt: „Helvítis kerfið verður að fara.“ Elanga var svo spurður nánar út í þessi ummæli sín. „Við höfum verið að vinna með kerfi og hvernig við eigum að spila. Svo getur það litið aðeins öðruvísi út þegar maður er á vellinum. Við sem erum á vellinum verðum líka að taka ábyrgð,“ sagði Elanga sem byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik. Aðspurður út í ummæli Elangas kvaðst Tomasson ekki geta tjáð sig um þau. Hann hefði einfaldlega ekki heyrt hvað Newcastle-maðurinn sagði. Þótt Svíar séu í slæmri stöðu í B-riðlinum eiga þeir varaleið í umspilið um sæti á HM í gegnum Þjóðadeildina. Í næsta mánuði mætir Svíþjóð Sviss á útivelli og Slóveníu á heimavelli. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Svíar töpuðu fyrir Kósovóum, 0-1, í Gautaborg í undankeppni HM 2026 í gær. Svíþjóð er á botni B-riðils með einungis eitt stig eftir fjóra leiki og hefur aðeins skorað tvö mörk þrátt fyrir að vera með leikmenn eins og Alexander Isak, Viktor Gyökeres og Anthony Elanga innan sinna raða. Sá síðastnefndi var verulega ósáttur eftir leikinn í gær og í leikmannagöngunum á hann að hafa sagt: „Helvítis kerfið verður að fara.“ Elanga var svo spurður nánar út í þessi ummæli sín. „Við höfum verið að vinna með kerfi og hvernig við eigum að spila. Svo getur það litið aðeins öðruvísi út þegar maður er á vellinum. Við sem erum á vellinum verðum líka að taka ábyrgð,“ sagði Elanga sem byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik. Aðspurður út í ummæli Elangas kvaðst Tomasson ekki geta tjáð sig um þau. Hann hefði einfaldlega ekki heyrt hvað Newcastle-maðurinn sagði. Þótt Svíar séu í slæmri stöðu í B-riðlinum eiga þeir varaleið í umspilið um sæti á HM í gegnum Þjóðadeildina. Í næsta mánuði mætir Svíþjóð Sviss á útivelli og Slóveníu á heimavelli.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira