Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 12:01 Hér má sjá lið Frakka sem mætti Aserum á föstudaginn var. Sterka pósta vantar í liðið í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace) Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira