Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 12:47 Frakkar eru mættir til Íslands og mæta okkar mönnum á Laugardalsvellinum klukkan 18:45 í kvöld. getty/Tnani Badreddine Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjá meira
Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjá meira
Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01
„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32