Fótbolti

Milos orðaður við starf lands­liðs­þjálfara Serbíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic gæti tekið við karlalandsliði Serbíu í fótbolta.
Milos Milojevic gæti tekið við karlalandsliði Serbíu í fótbolta. epa/ANDREJ CUKIC

Fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, Milos Milojevic, er meðal þeirra sem eru orðaðir við starf landsliðsþjálfara Serbíu.

Dragan Stojkovic sagði starfi sínu lausu eftir 0-1 tap fyrir Albaníu í undankeppni HM 2026 á dögunum. Zoran Mirkovic, þjálfari U-21 árs landsliðs Serbíu, stýrir A-landsliðinu í leiknum gegn Andorra á morgun.

Í frétt Telegraf í Serbíu segir að Milos sé einn þeirra sem komi til greina sem næsti þjálfari serbneska landsliðsins.

Milos þjálfar Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hefur farið víða á þjálfaraferlinum. Hann stýrði meðal annars stórliði Rauðu stjörnunnar og gerði það að tvöföldum meisturum tímabilið 2022-23.

Milos er Serbi en fluttist til Íslands 2006 og dvaldi hér á landi í ellefu ár. Hann lék með Hamri, Ægi og Víkingi og þjálfaði svo Víking og Breiðablik.

Meðal annarra sem eru orðaðir við starf landsliðsþjálfara Serbíu eru Slavisa Jokanovic, Veljko Paunovic og Vladen Milojevic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×