Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:31 Pablo Cesar Bertone byrjaði tímabilið í fimm leikja banni en var mættur strax í leik númer tvö hjá Stjörnunni. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Margir voru örugglega hissa á að sjá Pablo Cesar Bertone í Stjörnubúningnum í Garðabænum í gærkvöldi þegar Stjarnan vann sigur á Val í æsispennandi leik í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfuboltakvöld ræddi aðeins óvænta innkomu leikmanns sem átti að vera í löngu leikbanni. Það munaði heldur betur um þennan 35 ára argentínska Ítala því Bertone kom með nítján stig inn af bekknum í þriggja stiga sigri. Ástæðan fyrir að það kom mörgum á óvart að sjá hann inni á vellinum var að Bertone byrjaði tímabilið í fimm leikja banni vegna eftirmála oddaleiks Vals og Tindastóls vorið 2023. Klippa: Körfuboltakvöld: Stjörnumenn létu fimm leikja bann Bertone hverfa Stefán Árni Pálsson spurði sérfræðinga sína í upphafi Bónus Körfuboltakvölds í gær hvað hefði komið þeim á óvart í byrjun Bónusdeildar karla. Það stóð ekki á beittu svari frá Benedikt Guðmundssyni. Hann missti bara einn leik „Já, það er hellingur sem kemur á óvart. Það kemur til dæmis á óvart hvað margir leikmenn eru ekki komnir með leyfi og eru bara ekkert með. Það kom mér á óvart að sjá Pablo Bertone mættan í kvöld. Ég hélt hann væri í fimm leikja banni en hann missti bara einn leik,“ sagði Benedikt. Bertone tók út þrjá leiki sem leikmaður KFG, einn leik með Stjörnunni í deildinni og einn leik með Stjörnunni í Meistarakeppninni. „Þetta eru galdramenn í Garðabænum, þeir eru búnir að losa sig við fimm leikja bann á einu augnabliki,“ sagði Stefán Árni Pálsson en umræðunni um Bertone og leikbannið hans var ekki lokið. Löglærðir menn í Garðabænum þekkja reglurnar „Það eru löglærðir menn í Garðabænum sem þekkja reglurnar. Þeir fylgja bara öllu því sem hægt er. Honum er skipt yfir í KFG í tvo leiki og síðan aftur til baka í Stjörnuna í einn leik og síðan aftur til baka í KFG og síðan aftur til baka í Stjörnuna. Og þá er þetta bann bara búið,“ sagði Ómar Sævarsson. „Hágæða leikmaður og eina ástæðan fyrir að hann er ekki búinn að vera að spila hérna á Íslandi síðustu ár er klárlega út af þessu leikbanni. Íslensk lið hafa ekki viljað fá hann af því hann átti að byrja í fimm leikja banni. Stjarnan var greinilega búið að plana þetta og þeir ætluðu aldrei að láta hann sitja fyrstu fimm leikina,“ sagði Ómar. Skil ekki hvernig þetta er vera hægt „Stjarnan reynir eins og hún getur til að spila honum sem fyrst. Það er bara eðlilegt. Örugglega áttatíu prósent lögfræðinga á landinu búa í Garðabæ þannig að það eru örugglega hæg heimatökin,“ sagði Benedikt. „Mér finnst bara magnað að KKÍ skuli ekki vera búið að koma í veg fyrir þetta. Ég er ekki regluverkamaður, er bara á gólfinu að þjálfa íþróttina, en ég bara skil ekki hvernig þetta er hægt. Eru svona mörg lúphól í reglunum hjá okkur?“ spurði Benedikt. Það má horfa á umfjölluna um Bertone hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það munaði heldur betur um þennan 35 ára argentínska Ítala því Bertone kom með nítján stig inn af bekknum í þriggja stiga sigri. Ástæðan fyrir að það kom mörgum á óvart að sjá hann inni á vellinum var að Bertone byrjaði tímabilið í fimm leikja banni vegna eftirmála oddaleiks Vals og Tindastóls vorið 2023. Klippa: Körfuboltakvöld: Stjörnumenn létu fimm leikja bann Bertone hverfa Stefán Árni Pálsson spurði sérfræðinga sína í upphafi Bónus Körfuboltakvölds í gær hvað hefði komið þeim á óvart í byrjun Bónusdeildar karla. Það stóð ekki á beittu svari frá Benedikt Guðmundssyni. Hann missti bara einn leik „Já, það er hellingur sem kemur á óvart. Það kemur til dæmis á óvart hvað margir leikmenn eru ekki komnir með leyfi og eru bara ekkert með. Það kom mér á óvart að sjá Pablo Bertone mættan í kvöld. Ég hélt hann væri í fimm leikja banni en hann missti bara einn leik,“ sagði Benedikt. Bertone tók út þrjá leiki sem leikmaður KFG, einn leik með Stjörnunni í deildinni og einn leik með Stjörnunni í Meistarakeppninni. „Þetta eru galdramenn í Garðabænum, þeir eru búnir að losa sig við fimm leikja bann á einu augnabliki,“ sagði Stefán Árni Pálsson en umræðunni um Bertone og leikbannið hans var ekki lokið. Löglærðir menn í Garðabænum þekkja reglurnar „Það eru löglærðir menn í Garðabænum sem þekkja reglurnar. Þeir fylgja bara öllu því sem hægt er. Honum er skipt yfir í KFG í tvo leiki og síðan aftur til baka í Stjörnuna í einn leik og síðan aftur til baka í KFG og síðan aftur til baka í Stjörnuna. Og þá er þetta bann bara búið,“ sagði Ómar Sævarsson. „Hágæða leikmaður og eina ástæðan fyrir að hann er ekki búinn að vera að spila hérna á Íslandi síðustu ár er klárlega út af þessu leikbanni. Íslensk lið hafa ekki viljað fá hann af því hann átti að byrja í fimm leikja banni. Stjarnan var greinilega búið að plana þetta og þeir ætluðu aldrei að láta hann sitja fyrstu fimm leikina,“ sagði Ómar. Skil ekki hvernig þetta er vera hægt „Stjarnan reynir eins og hún getur til að spila honum sem fyrst. Það er bara eðlilegt. Örugglega áttatíu prósent lögfræðinga á landinu búa í Garðabæ þannig að það eru örugglega hæg heimatökin,“ sagði Benedikt. „Mér finnst bara magnað að KKÍ skuli ekki vera búið að koma í veg fyrir þetta. Ég er ekki regluverkamaður, er bara á gólfinu að þjálfa íþróttina, en ég bara skil ekki hvernig þetta er hægt. Eru svona mörg lúphól í reglunum hjá okkur?“ spurði Benedikt. Það má horfa á umfjölluna um Bertone hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira