Fótbolti

Elísa Bríet: Ég er ekki búin að á­kveða neitt

Árni Jóhannsson skrifar
Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stólana í dag.
Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stólana í dag. Vísir/Guðmundur

Maður leiksins í leik Tindastóls og FHL í dag, Elísa Bríet Björnsdóttir, var þokkalega sátt með leik sinna kvenna og eigin leik í dag. Hún skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í 5-2 sigri Stólanna.

Elísa var spurð út í tilfinningar sínar eftir leikinn í dag. 

„Það var bara gott að klára mótið svona. Góður leikur í dag þar sem við skorum mikið af mörkum.“

Stólarnir voru mikið að keyra inn í teig FHL í dag og ná að gefa fyrir, var eitthvað sem þjálfarinn var að breyta fyrir leik til að koma Stólunum í betri stöður.

„Það var eiginlega bara þannig að við vissum að við hefðum engu að tapa. Við vorum bara allar on it.“

Eins og áður segir þá skoraði Elísa tvö mörk í dag og lagði upp önnur tvö, er hún sátt með tímabilið eins og það hefur verið hjá henni?

„Já ég er allavega að skora núna. Ég er ekki búin að ná að skora alveg nóg svona seinni hlutann þannig að ég er sátt með að skora og gott að ná að gefa tvær stoðsendingar einnig.“

Nú er tímabili Stólanna lokið og við tekur u-19 ára verkefni hjá Elísu Bríet og var hún að lokum spurð út í það hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hana.

„Það bara kemur í ljós. Ég er ekki búin að ákveða neitt“, sagði leikmaðurinn ungi sem hefur heillað síðustu tímabil. Það kæmi þess vegna ekki á óvart að lið í Bestu deildinni myndu athuga stöðuna á henni fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×