Innlent

Tveir þriðju vilja að Ís­land dragi sig úr Euro­vision

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ári.
VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ári. Vísir/Hulda Margrét

Rúmlega tveir þriðju svarenda í skoðanakönnun Prósents finnst að Ísland ætti að hætta við þátttöku í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða. 

Í könnuninni, sem Prósent framkvæmdi dagana 16. til 30. september 2025, áður en tilkynnt var um vopnahlé milli Hamas og Ísraels, var spurt að eftirfarandi:

Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða?

67 prósent svöruðu þessu játandi og 33 prósent neitandi.

Konur vilja marktækt frekar að Ísland hætti við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða en karlar. Þá vilja íbúar landsbyggðar frekar að Ísland hætti við þátttöku en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Þá virðist andstaðan mest hjá fólki á miðjum aldri, en minnst hjá yngsta aldurshópnum, 18-24 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×