„Við vorum bara flottir í kvöld“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. október 2025 21:24 Arnar Gunnlaugsson gekk ekki svo svekktur af velli þrátt fyrir að Ísland hafi fengið fimm mörk á sig. vísir / anton brink „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. „Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
„Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira